Vinaleg heimili

Heimstaden var stofnað árið 1998 í Svíþjóð og er í dag þriðja stærsta leigufélag í Evrópu, með ríflega 100.000 íbúðir til langtímaleigu á Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Hollandi og Tékklandi.

Heimstaden leggur upp úr því að veita leigjendum örugga langtímaleigu. Til að mynda bjóðum við öllum leigjendum ótímabundinn leigusamning með þriggja mánaða uppsagnarfresti af hendi leigjenda eftir 6 mánuði en 6 eða 12 mánaða af hendi Heimstaden.

Stefna Heimstaden er að bjóða „vinaleg heimili“ (e. friendly homes) og störfum við eftir þremur gildum: Umhyggju, áræðni og samnýtingu. Öll okkar starfsemi byggir á þessum gildum og trúum við því að þannig bætum við samfélagið sem við búum í og setjum ánægju viðskiptavina okkar í fyrsta sæti.

Í dag eru Heimstaden stærsta leigufélag landsins með um tvö þúsund íbúðir í rekstri á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Akureyri, Reyðarfirði, Selfossi og Reykjanesbæ.