Fögur er hlíðin kvað Gunnar um aðra hlíð við annað tilefni en það á allt eins vel við um Öskjuhlíðina, perluna í náttúru Reykjavíkur, á góðum degi.
Úr vel útbúnu, nýju íbúðunum í Hlíðinni á Hlíðarendareitnum er innan við 5 mínútna gangur í fallega náttúruna og aðeins lítið eitt lengra að ströndinni í Nauthólsvíkinni.
Í hinni áttinni bíða svo lystisemdir miðborgarinnar, menningin, maturinn, skemmtunin, kaffihúsin og iðandi mannlífið. Í göngufæri eru svo einnig einhverjir stærstu vinnustaðir landsins eins og Landsspítalinn og tveir helstu Háskólar landsins.